132. löggjafarþing — 65. fundur,  13. feb. 2006.

Meðferð opinberra mála og almenn hegningarlög.

53. mál
[17:33]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að byrja á að lýsa ánægju með að a.m.k. einn hv. stjórnarliði haft séð ástæðu til að koma hér og taka þátt í umræðunni.

Ég stend við það sem ég sagði. Ég get ekki séð annað en að menn hafi ekki áhuga á að reyna að koma í veg fyrir að taka á heimilisofbeldi þegar menn ár eftir ár svæfa lagabreytingar þess efnis. Það er ekki flóknara en það. Orðin standa.