132. löggjafarþing — 66. fundur,  14. feb. 2006.

Friðlýsing Jökulsár á Fjöllum.

68. mál
[18:36]
Hlusta

Flm. (Halldór Blöndal) (S):

Herra forseti. Ég vil þakka þær góðu undirtektir sem þetta mál hefur fengið. Það hefði að vísu verið betra að geta mælt fyrir málinu fyrr en skýringin er sú að þingmannamál komast mjög seint og illa á dagskrá þar sem tilhneiging er til þess að umræður um stjórnarfrumvörp dragist á langinn. En þar sem þetta mál hefur áður verið sent til umsagnar, og þar sem nægur tími ætti að vera til þess að umsagnir geti borist áður en hlé verður gert á fundum Alþingis vegna nefndastarfa, hygg ég að nægilegt svigrúm eigi að gefast til þess að afgreiða málið efnislega. Ég vil eindregið beina því til þeirrar nefndar sem fær málið að draga ekki afgreiðslu þess að óþörfu heldur vinna vel að því.