132. löggjafarþing — 67. fundur,  15. feb. 2006.

Öldrunarþjónusta í Hafnarfirði.

479. mál
[14:37]
Hlusta

Fyrirspyrjandi (Valdimar L. Friðriksson) (Sf):

Frú forseti. Ég vil byrja á að þakka hæstv. ráðherra Jóni Kristjánssyni fyrir svörin og þeim hv. þingmönnum sem þátt tóku í umræðunni. Maður átti ekki von á því að ráðherra og þessi nefnd mundu vinna svo hratt sem hér hefur komið fram, þ.e. hún starfaði í þrjá mánuði. Því ber að fagna. Frá aðilum sem sátu í nefndinni hef ég heyrt að verkefnisstjórinn, starfsmaður ráðherra, hafi fengið sérstakt hól fyrir.

En það er nauðsynlegt að halda þessu máli vakandi. Ég vænti þess að þeim hugmyndum sem fram eru komnar verði komið í verk hið fyrsta, þær sem ekki eru þegar komnar í framkvæmd og aðbúnaður þar megi verða hinn besti í framtíðinni.