132. löggjafarþing — 67. fundur,  15. feb. 2006.

Þróun skattprósentu.

454. mál
[15:24]
Hlusta

Kristján L. Möller (Sf):

Virðulegi forseti. Athugasemd mín varðar í fyrsta lagi það að þetta skuli vera sett fram sem munnleg fyrirspurn. Þetta hefði verið ágæt skrifleg fyrirspurn. En það sem ég geri líka athugasemdir við og vil spyrja hv. þingmann sem leggur þetta fram, hv. þm. Guðlaug Þór Þórðarson, er hvað sé á ferðinni. Hér er fyrsta fyrirspurnin sem hann lagði fram undir þessu númeri en ég get því miður ekki farið yfir hana. Svo kemur fyrirspurnin aftur, 2. uppprentun, leiðréttur texti og þá er talað um árin 2005 og 2008 og svo kemur 3. fyrirspurnin, prentuð upp og nýr leiðréttur texti — ég hef aldrei séð þetta áður — og þá koma ný ártöl.

Hvaða fundur í Sjálfstæðisflokknum stendur yfir á hinu háa Alþingi? (Gripið fram í.) Eins og ég segi, þetta prósentuþrugl ráðherrans sem er engan veginn hægt að fara yfir er með ólíkindum. Það sem stendur hins vegar eftir í þessari skattaumræðu — og ber að þakka þingmanninum fyrir að vekja athygli á því — er að skattakóngur Íslands, sá sem nær í mestar skatttekjur af borgurunum í ríkissjóð er Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, í tíð sinni sem fjármálaráðherra.