132. löggjafarþing — 70. fundur,  20. feb. 2006.

Varamaður tekur þingsæti.

[15:02]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Borist hefur bréf frá 5. þm. Norðvest., Guðjóni A. Kristjánssyni, dagsett þann 17. febrúar sl., og hljóðar svo:

„Hér með óskar undirritaður tímabundins leyfis frá þingstörfum með vísan til 53. gr. þingskapa frá og með 20. febrúar. Þar sem 1. varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi, Steinunn Kristín Pétursdóttir, hefur ekki tök á að taka sæti á Alþingi óska ég eftir að 2. varamaður, Pétur Bjarnason, taki sæti mitt á þessum tíma.“

Þá hefur borist bréf frá 1. varamanni Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi, Steinunni K. Pétursdóttur, þar sem segir að hún eigi ekki heimangengt á næstu vikum til að taka sæti á Alþingi fyrir Guðjón A. Kristjánsson.

Pétur Bjarnason hefur áður tekið sæti á Alþingi á kjörtímabilinu og er boðinn velkominn til starfa að nýju.