132. löggjafarþing — 70. fundur,  20. feb. 2006.

Skuldbreytingar hjá Íbúðalánasjóði.

[15:32]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Hæstv. forseti. Ef hv. þingmaður kynni að reikna þá mundi hann ekki rugla saman tveimur hugtökum sem eru annars vegar tekjur ríkissjóðs og hins vegar skattheimta. Skattheimtan hefur minnkað. Hún hefur minnkað í tíð fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. En tekjur ríkissjóðs hafa aukist. Þær hafa aukist vegna þess að okkur hefur vegnað vel í efnahagslífinu undanfarin ár. Það vill þannig til að á því tímabili hafa starfað fjármálaráðherrar frá Sjálfstæðisflokknum. Það er rétt hjá hv. þingmanni.

Fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins skammast sín ekki fyrir þá stöðu og þeir skammast sín ekki fyrir þá þróun … (Gripið fram í.) — ég heyri að þingmönnum Samfylkingarinnar er órótt á bekkjunum — en þeir skammast sín ekki fyrir þá stöðu íslenska þjóðarbúsins í dag. (Gripið fram í.) Hv. þingmaður er greinilega órólegur.

Það eru fáir ríkissjóðir sem standa betur heldur en íslenski ríkissjóðurinn í dag. Það eru fá þjóðfélög sem geta státað af minni skattheimtu en verið hefur á þessu landi þessi árin.