132. löggjafarþing — 71. fundur,  21. feb. 2006.

Mörg umræðuefni í athugasemdum um störf þingsins.

[14:17]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vill af þessu tilefni lesa upp úr þeirri grein þingskapa sem menn hafa rætt um undir heitinu Athugasemdir um störf þingsins. Það er 3. mgr. í 50. gr. þingskapa og hljóðar svo:

„Í upphafi fundar, áður en gengið er til dagskrár, geta þingmenn gert athugasemdir er varða störf þingsins. Enginn má tala oftar en tvisvar og ekki lengur en tvær mínútur í senn. Umræður um athugasemdir mega ekki standa lengur en í tuttugu mínútur.“

Þetta ákvæði er alveg skýrt.