132. löggjafarþing — 71. fundur,  21. feb. 2006.

Háskólar.

59. mál
[15:40]
Hlusta

Halldór Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Niðurstaðan er á nýjan leik sú, eftir að hafa hlustað á hv. þingmann, að hann sé sömu skoðunar og ég um að skólagjöld á háskólastigi hafi ýtt undir það að flóran hefur orðið meiri en ella og að nýir og sterkir skólar á háskólastigi hafi orðið til, eins og skólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík. Það er svo auðvitað er röksemd gegn því að frumvarp eins og það sem hér liggur fyrir sé samþykkt.