132. löggjafarþing — 71. fundur,  21. feb. 2006.

Háskólar.

59. mál
[15:46]
Hlusta

Hlynur Hallsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er mergurinn málsins. Ég held að við verðum að auka fjölbreytni náms, ekki bara með því að styrkja nemendur heldur einnig með því að styrkja skólana með almennilegum framlögum til að þeir geti boðið upp á fjölbreytt og víðsýnt nám í sem flestum greinum.

Hv. þm. Halldór Blöndal hélt því fram áðan að þetta frumvarp mundi þrengja kost okkar eða útiloka jafnvel einhverjar greinar. Ég held þvert á móti að ef við förum í það samhliða að styrkja nemendur eða ákveðnar greinar þá yrði það til bóta. Það eru t.d. greinar í Háskóla Íslands sem eru sennilega ekki mjög arðbærar, t.d. fornleifafræði sem samt er vert að leggja áherslu á. Hv. þm. Össur Skarphéðinsson nefnir réttilega íslenskudeildina í þessum efnum, að það mætti styrkja þessar greinar mun betur. Þannig held ég að við fáum fjölbreytt (Forseti hringir.) háskólanám á Íslandi.