132. löggjafarþing — 73. fundur,  22. feb. 2006.

Starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda.

171. mál
[15:37]
Hlusta

Flm. (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég kveð mér hljóðs fyrst og fremst til að þakka góðar undirtektir fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna, hv. þm. Péturs Bjarnasonar, Frjálslynda flokknum og hv. þm. Valdimars Leós Friðrikssonar frá Samfylkingunni, og minni þá á sem á hlýða að ef við skiptum um stjórnarmeirihluta á Alþingi og settum ráðherrabekkinn út í sal og mynduðum stjórn meiri hluta Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Frjálslynda flokksins og Samfylkingarinnar þá yrði þetta frumvarp um réttarbót til handa erlendu launafólki á íslenskum vinnumarkaði að öllum líkindum að lögum.