132. löggjafarþing — 74. fundur,  23. feb. 2006.

Landshlutaverkefni í skógrækt.

555. mál
[13:53]
Hlusta

landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Skógræktarverkefnin hafa sett sér mjög skýr vinnubrögð sem aðrir aðilar í landinu, svo sem Náttúrufræðistofnun og fleiri, hafa komið að til að varðveita vistkerfi og menningarleg verðmæti sögunnar. Þarna hefur því verið mikið samstarf og skýrar reglur um hvernig að er farið. En ég hygg að það séu svona vinnubrögð samtímans í ljósi þess að skógræktin og skógræktarstarfsemin í landinu heyrir undir landbúnaðarráðherra að rugla ekki með það mikið á milli ráðuneyta. Ábyrgðin er á þessari hendi og fer þessa leið, það hefur ekkert verið í umræðunni að fletja þetta neitt út með þessum hætti. Miklu frekar að eiga gott samstarf og leita ráða hjá stofnunum sem gegna mikilvægu hlutverki eins og Náttúrufræðistofnun og fleiri sem mikið samstarf er haft við.