132. löggjafarþing — 74. fundur,  23. feb. 2006.

Fjármálaeftirlit.

556. mál
[15:26]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er dálítið erfitt að svara og útskýra fyrir hv. þingmanni í stuttri ræðu hvernig hlutirnir ganga fyrir sig, því að eftir því sem mér skilst er hann að reyna að koma því á framfæri, þó að hann segi það ekki beinum orðum, að ég sé að hafa áhrif á störf Fjármálaeftirlitsins. Það hlýtur að vera það sem hann meinar þó að hann segi það ekki beinum orðum. (JBjarn: Þú berð ábyrgð á málaflokknum.) Mér finnst þetta í raun ekki svaravert. Hv. þingmaður getur haldið þessu fram áfram úr þessum ræðustóli en þetta er ekki svaravert.