132. löggjafarþing — 74. fundur,  23. feb. 2006.

Fjármálaeftirlit.

556. mál
[16:03]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er ekki boðlegt svar. Hæstv. ráðherra sagði það hér áðan að allir gætu snúið sér til þessarar stofnunar ef þeir teldu að það þyrfti að skoða mál og fara yfir þau. Nema hæstv. ráðherra sjálfur. Svo þegar ég spyr að því hver eigi að gæta hagsmuna almennings hvað varðar þetta einstaka mál, þá fer hæstv. ráðherra að tala um að þessi stofnun eigi að vera alltumlykjandi og sjá um það sjálf að ákveða í öllum tilfellum hvort það verði farið yfir einhver mál. Þetta stemmir ekki og mér finnst ástæða til að fá botn í þetta. Hver átti að gæta hagsmuna almennings í þessu máli? Hæstv. ráðherra sagðist ekki hafa átt að gera það. Hver var það?