132. löggjafarþing — 75. fundur,  2. mars 2006.

Tilkynning um dagskrá.

[10:33]
Hlusta

Forseti (Jónína Bjartmarz):

Um klukkan hálftólf fer fram utandagskrárumræða um heimild til lögreglu til að leita uppi barnaníðinga. Málshefjandi er hv. þm. Björgvin G. Sigurðsson. Hæstv. dómsmálaráðherra verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.

Þá vill forseti tilkynna að önnur utandagskrárumræða verður klukkan hálftvö að beiðni hv. þm. Ögmundar Jónassonar, um stóriðjumál. Hæstv. forsætisráðherra verður til andsvara.