132. löggjafarþing — 77. fundur,  6. mars 2006.

1. fsp.

[15:08]
Hlusta

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F):

Frú forseti. Ég tel að þetta mál sé í fullkomlega eðlilegum farvegi og það er verið að fara yfir það á öllum stigum. Ég vil upplýsa hv. þingmann um að Orkuveita Reykjavíkur hefur m.a. lofað því að selja 40% af orkunni til Alcan ef af stækkun verður. (Gripið fram í.) Og það var gert samhljóða. Það styðja Vinstri grænir í Reykjavík. Það styður Samfylkingin í Reykjavík. Hvernig stendur á því að Vinstri grænir og Samfylkingin á Alþingi tala í hverju einasta máli út og suður? Er ekki hægt að fara fram á að það komi einhver samræmdur málflutningur frá þessu fólki? Það er eitt í dag og annað á morgun. (Gripið fram í: Þetta eru tveir flokkar.) Það er allt út og suður hjá báðum, hv. þingmaður. Samfylkingin í Hafnarfirði styður þetta væntanlega, Samfylkingin í borgarstjórn Reykjavíkur styður þetta en það virðist sem Samfylkingin á Alþingi sé á móti þessu. Ef það er ekki út og suður, hv. fyrrv. formaður Samfylkingarinnar, þá veit ég ekki hvað er út og suður.