132. löggjafarþing — 77. fundur,  6. mars 2006.

Vatnalög.

268. mál
[16:08]
Hlusta

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. formaður iðnaðarnefndar hélt athyglisverða ræðu í þessu máli áðan. Ég vildi spyrja hv. þingmann um og fá nánari skýringar á því hvers vegna vatn má ekki vera sameign. Í nágrannaríkjum okkar í Evrópu hefur tilhneigingin verið sú að skilgreina vatn sem sameign. Það kom fram í umfjöllun nefndarinnar, hjá þeim gestum sem þangað komu, að með því að setja vatn undir séreign færum við aðra leið en farin er í Evrópu.

Ég vil því gjarnan fá að heyra frá hv. þingmanni hvaða fyrirmyndir eru fyrir því að fara þessa blindu frjálshyggjuleið í fyrirkomulagi eignarréttar á vatninu. Ég vil gjarnan fá að heyra frá hv. þingmanni hvaða fyrirmyndir séu til í þeim efnum.