132. löggjafarþing — 77. fundur,  6. mars 2006.

Vatnalög.

268. mál
[16:18]
Hlusta

Hlynur Hallsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það væri reyndar hægt að hafa mörg andsvör við ræðu hv. þm. Birkis J. Jónssonar, formanns iðnaðarnefndar, um þetta afar skrýtna frumvarp til vatnalaga, og ég mun fara betur yfir það í ræðu minni á eftir. Við hefðum viljað sjá heildarsýn í vatnalögum, ekki ólíkt því sem var árið 1923, en í stað þess er litið mjög þröngt á vatn í þessu frumvarpi til vatnalaga. Það er skilgreint út frá hagsmunum iðnaðarins og það er það sorglega í þessu dæmi. Ég er búinn að upplýsa hér með bleiku á þessu nefndaráliti meiri hlutans: „Meiri hlutinn leggur áherslu á að hér sé um formbreytingu að ræða en ekki efnislega breytingu á inntaki eignarráða fasteignareiganda yfir vatni.“ (Forseti hringir.) Það er einmitt þetta sem ég vil gjarnan að hv. þingmaður útskýri betur fyrir mér.