132. löggjafarþing — 78. fundur,  7. mars 2006.

Greiðslur til foreldra langveikra barna.

389. mál
[13:45]
Hlusta

Jóhanna Sigurðardóttir (Sf):

Ég hef í atkvæðaskýringu lýst þeim breytingartillögum sem við í stjórnarandstöðunni ýmist flytjum eða styðjum í sjö töluliðum þar sem við leggjum megináherslu á hækkun á greiðslum í 4. tölulið og að felld verði brott þau ákvæði frumvarpsins sem mismuna foreldrum langveikra eða mikið fatlaðra barna sem búa við sambærilegar aðstæður. Hér er um að ræða breytingar í 3. tölulið b-lið og 6. og 7. tölulið breytingartillagna á þskj. 853. Við munum greiða atkvæði með þeim ákvæðum frumvarpsins sem við teljum til framfara horfa. Fari svo að breytingartillögur okkar verði felldar munum við sitja hjá við atkvæðagreiðslu um þær greinar frumvarpsins sem ekki er fallist á að breyta samkvæmt okkar tillögum.