132. löggjafarþing — 79. fundur,  8. mars 2006.

Auglýsingar hins opinbera í héraðsfréttablöðum.

534. mál
[12:08]
Hlusta

Jón Kr. Óskarsson (Sf):

Frú forseti. Ég vil leggja áherslu á þessa fyrirspurn. Ég tel hana mjög þarfa og ég vil minna á héraðsfréttablöð. Ég er hér í Suðvesturkjördæmi sem nær yfir Mosfellsbæ, Hafnarfjörð, Kópavog, Garðabæ og Seltjarnarnes. Á sumum þessara staða eru gefin út blöð vikulega, í Hafnarfirði eru t.d. tvö blöð gefin út vikulega. Ég teldi það mikinn styrk ef hægt væri að fá auglýsingar frá hinu opinbera nokkuð fast í þessi blöð. Ég veit að frá sumum sýslumannsembættum í nágrenni Suðvesturkjördæmis berast fastar auglýsingar í þessi héraðsfréttablöð en ég álykta að það þyrfti að vera samræmi í þessu á milli t.d. sýslumannsembætta á landinu.