132. löggjafarþing — 79. fundur,  8. mars 2006.

Framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð.

510. mál
[13:11]
Hlusta

Jón Kr. Óskarsson (Sf):

Frú forseti. Ég tek heils hugar undir þessa fyrirspurn og eins þessa framkvæmd við Eyjafjörð. En ég get ekki látið hjá líða að minnast á stærsta sveitarfélag landsins sem hefur ekki framhaldsskóla, það er Mosfellsbær. Þar eru yfir sjö þúsund íbúar og þeir hafa verið að knýja mjög á um framhaldsskóla. Þar er einn versti og hættulegasti vegur á landinu, Vesturlandsvegur, fyrir þá unglinga sem þurfa að sækja skóla til Reykjavíkur. Ég vil hvetja hæstv. menntamálaráðherra til að stuðla að og beita sér fyrir því að framhaldsskóli komi sem fyrst í Mosfellsbæ.