132. löggjafarþing — 79. fundur,  8. mars 2006.

Malarnám í Ingólfsfjalli.

532. mál
[15:16]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Herra forseti. Mér finnst miður að heyra fulltrúa Sjálfstæðisflokksins gera svo lítið úr sjónarmiðum umhverfismála. Í rauninni er verið að gera lítið úr málaflokknum yfir höfðuð að talað skuli vera um þetta sem einhvern popúlisma þegar er verið að spyrja um afstöðu hæstv. ráðherra til málaflokksins. Þetta eru umhverfismál sem skipta fjölmarga máli og ekki síst þá sem búa í Suðurkjördæminu. Ég verð að lýsa yfir mjög mikilli furðu á því sem kom fram í ræðu hv. þm. Sjálfstæðisflokksins, Kjartans Ólafssonar. Það væri fróðlegt að fá viðbrögð hæstv. ráðherra við svona umræðum, að lýst sé yfir einhverjum popúlisma þegar verið er að ræða hennar málaflokk.