132. löggjafarþing — 80. fundur,  8. mars 2006.

Boðun þingfundar.

[18:04]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Það er augljóst að frumvarp ríkisstjórnarinnar um vatnalög er farið að trufla stórlega þinghaldið, setja þinghaldið úr skorðum, og sá fundur sem hér er að hefjast að boði hæstv. forseta þingsins er dæmi um það. Til hans er boðað gegn mótmælum allrar stjórnarandstöðunnar. Við höfum komið okkar mótmælum á framfæri á fundi þingflokksformanna með forseta þingsins og þau mótmæli eru hér með ítrekuð.