132. löggjafarþing — 81. fundur,  9. mars 2006.

Mannabreytingar í nefndum.

[10:31]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Borist hefur svohljóðandi bréf frá varaformanni þingflokks framsóknarmanna, Magnúsi Stefánssyni, um mannabreytingar í nefndum, dagsett 8. mars:

„Þingflokkur framsóknarmanna hefur ákveðið í samræmi við 16. gr. þingskapa að eftirfarandi breytingar verði á skipan þingmanna flokksins í fastanefndum:

Dagný Jónsdóttir tekur sæti Sivjar Friðleifsdóttur í félagsmálanefnd.

Jónína Bjartmarz tekur sæti Sivjar Friðleifsdóttur í efnahags- og viðskiptanefnd.

Guðjón Ólafur Jónsson tekur sæti Sivjar Friðleifsdóttur í heilbrigðis- og trygginganefnd.

Guðjón Ólafur Jónsson tekur sæti Dagnýjar Jónsdóttur í landbúnaðarnefnd.

Magnús Stefánsson tekur sæti Sivjar Friðleifsdóttur í utanríkismálanefnd.

Jafnframt verður sú breyting að Kristinn H. Gunnarsson tekur sæti Sivjar Friðleifsdóttur í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins.

Birkir J. Jónsson tekur sæti Kristins H. Gunnarssonar í Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA.

Dagný Jónsdóttir tekur sæti Birkis J. Jónssonar sem varamaður í Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA.

Jónína Bjartmarz tekur sæti Birkis J. Jónssonar sem varamaður í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins.“