132. löggjafarþing — 81. fundur,  9. mars 2006.

Norræna ráðherranefndin 2005.

565. mál
[13:57]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður hefur rætt vítt og breitt um skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar og er það vel. Hann hefur á undanförnum dögum rætt ýmis mál í ansi löngu máli og mig hefur oft langað að fara í andsvar við hann en ekki getað vegna þess að ég vissi ekki hvenær ræðan yrði búin. Núna vissi ég að hún stæði ekki lengur en í 15 mínútur svo ég ákvað að fara í andsvar.

Mig langar að spyrja hv. þingmann, þar sem hann er að ræða um lán til Kárahnjúka og alls konar eignir og svoleiðis, hvað hann telji vera sína verðmætustu eign.