132. löggjafarþing — 83. fundur,  11. mars 2006.

Vatnalög.

268. mál
[15:44]
Hlusta

Frsm. meiri hluta iðnn. (Birkir Jón Jónsson) (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Hér hefur farið fram mikil umræða í dag um frumvarp til vatnalaga, sem er umdeilt mál á hv. Alþingi. Komið hafa fram mjög einarðar óskir frá stjórnarandstæðingum um að fá svör við ákveðnum álitaefnum sem vaknað hafa á undanförnum dögum. Ég tel í ljósi þeirra óska rétt að kalla iðnaðarnefnd saman næstkomandi mánudag klukkan tíu og fá svör við þeim álitaefnum sem vaknað hafa við þessa umræðu og greiða þannig fyrir störfum þingsins að leiða þessar upplýsingar í ljós. Vænti ég þess að gott samstarf verði í nefndinni næstkomandi mánudag og óska eftir því við hæstv. forseta að hlé verði gert á umræðum um þetta málefni í ljósi þessara aðstæðna.