132. löggjafarþing — 84. fundur,  13. mars 2006.

Varamenn taka þingsæti.

[15:03]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Borist hefur svohljóðandi bréf frá formanni þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Ögmundi Jónassyni, dagsett þann 13. mars sl.:

„Þar sem Hlynur Hallsson, varamaður Steingríms J. Sigfússonar, 5. þm. Norðaust., getur ekki lengur setið á Alþingi óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. þingskapa, að 2. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, Bjarkey Gunnarsdóttir, Ólafsfirði, taki sæti á Alþingi í hans stað frá og með deginum í dag sem varamaður í veikindaforföllum Steingríms J. Sigfússonar.“

Bjarkey Gunnarsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa á Alþingi að nýju.