132. löggjafarþing — 85. fundur,  14. mars 2006.

Bréf frá formanni UMFÍ.

[15:13]
Hlusta

Forseti (Jóhanna Sigurðardóttir):

Hv. þingmaður var sannarlega að ræða um fundarstjórn forseta. Forsætisnefnd hefur vitaskuld tekið til umræðu á fundum sínum þá stöðu sem upp er komin í þinginu en hv. síðasti ræðumaður er það gamalreyndur að hann veit að þegar mál eru komin í þessa stöðu verða þau ekki leyst nema í samkomulagi milli forseta og formanna þingflokka og það samkomulag er enn ekki til staðar. Á meðan verðum við að halda áfram þessari umræðu en forseti mun sannarlega koma því á framfæri við aðra forseta sem hér hefur komið fram.