132. löggjafarþing — 86. fundur,  15. mars 2006.

Vatnalög.

268. mál
[13:45]
Hlusta

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ljóst er að aðgangur almennings að vatni breytist ekkert við þessi lög. Það er öllum dagljóst. Ég fékk engin svör við því hvað hv. þingmaður á við með einkavæðingu vatns, sem er náttúrlega hrein þvæla í raun.

Mig langar að spyrja hv. þingmann, þar sem hann er þjóðnýtingarsinni eins og við þekkjum og höfum heyrt á Alþingi í dag: Vill hann þjóðnýta vatn sem sveitarfélög eiga? Mér finnst rétt að við fáum svör við því en sveitarfélögin eiga vatnsveitur og vatnsréttindi víða, bæði til orkuöflunar og sem drykkjarvatn. Vill hv. þingmaður að samfélagið eignist þau réttindi?