132. löggjafarþing — 86. fundur,  15. mars 2006.

Vatnalög.

268. mál
[20:22]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Ég óska þess, frú forseti, að hv. þingmaður kynni sér betur efni frumvarpsins. (PHB: Ég var að spyrja ...) Já, málið er að þetta snýst ekki endilega um það. Ef bóndinn vill t.d. ekki nýta vatn til ákveðinna hluta þá getur hann verið þvingaður til þess af öðrum sem hafa orkunýtingu að markmiði. Í þessu frumvarpi er orkunýtingin sett í forgrunn. (Gripið fram í.) Jú, algerlega. Iðnaðarráðherra sker úr um hvort fara eigi fram eignarnám.

Ég hef bent hv. þingmanni á að við eigum að forðast að taka eigur manna og jafnvel huga að því að taka upp leigunám. Það væri fróðlegt að fá að heyra viðhorf hv. þingmanns til þess. Ég vona að hann eigi eftir eina ræðu og geti haldið stutta ræðu um það.