132. löggjafarþing — 86. fundur,  15. mars 2006.

Vatnalög.

268. mál
[20:34]
Hlusta

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Í fyrri ræðu sinni nefndi hv. þm. Sigurjón Þórðarson að vatnalögin þyrftu að fara samhliða vatnatilskipun Evrópusambandsins. Ég vænti þess að þingmaðurinn hafi verið á fundi nefndarinnar þegar Ingimar Sigurðsson frá Umhverfisráðuneytinu kom og fór yfir þann þátt málsins. Ég vænti þess að hann muni að það kom skýrt fram að auðlindakaflinn er ekkert samtengdur Evróputilskipuninni. Þeir aðilar sem þar komu á fund nefndarinnar töldu að þetta ætti ekkert endilega samleið og að hægt væri að vinna þetta hvort í sínu lagi.

Hver er í rauninni tillaga Frjálslynda flokksins? Hver er tillaga Frjálslynda flokksins í málinu í sjálfu sér? Við höfum ekki heyrt það enn þá. (Gripið fram í.)