132. löggjafarþing — 86. fundur,  15. mars 2006.

Vatnalög.

268. mál
[20:35]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Þessi fundur var mjög sérkennilegur vegna þess að þar sat annars vegar fulltrúi umhverfisráðuneytisins og fullyrti eitt, en helsta sérfræðistofnun umhverfisráðuneytisins, Umhverfisstofnun, var ráðuneytinu algerlega ósammála. Enda voru rök ráðuneytismannsins vægast sagt mjög sérkennileg. Til dæmis var eitt að þetta frumvarp um vatnatilskipun snerti ekki náttúruvernd. En samt sem áður hafði hún með mengunarvarnir að gera og einnig verndun vistkerfisins. Snertir það ekki náttúruvernd? Það sjá allir að í svona málflutningi stendur ekki steinn yfir steini.

Í rauninni átti fulltrúi umhverfisráðuneytisins bágt að þurfa að flytja þessa tölu (Forseti hringir.) og honum er enginn greiði gerður með að vera að rekja þá tölu hér í ræðustól þingsins.