132. löggjafarþing — 87. fundur,  16. mars 2006.

Vatnalög.

268. mál
[10:57]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þessi lagasetning sem nú á að fara að standa að, er ótímabær eins og að henni hefur verið staðið. Það hefði verið hægt að komast hjá hinum löngu deilum sem staðið hafa á Alþingi dögum saman.

Nú hefur verið gert samkomulag um frestun á gildistöku laganna til 1. nóvember 2007. Verði ekki fundin sátt í málinu mun þjóðin fá að taka afstöðu til málsins í alþingiskosningum vorið 2007.

Þingmenn Frjálslynda flokksins munu greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Greiða atkvæði með frávísunartillögu og sitja síðan hjá við frestun gildistökuákvæðanna sem við gerðum samkomulag um.