132. löggjafarþing — 87. fundur,  16. mars 2006.

Vatnalög.

268. mál
[11:16]
Hlusta

landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (F):

Hæstv. forseti. Þegar við greiðum atkvæði um þessa grein þá er eins og hún sé samin af mestu náttúruverndarsinnum Íslands. Það hefði getað verið hreyfingin vinstri græn sem hefði komið að málinu. (Gripið fram í.)

Hæstv. forseti, þar segir:

„Markmið laga þessara er skýrt eignarhald á vatni, skynsamleg vatnsnýting og hagkvæm og sjálfbær nýting vatns.

Við hvers konar nýtingu vatnsréttinda samkvæmt lögum þessum skal þess gætt að raska ekki vatni, farvegi þess, lífríki þess, vistkerfum eða landslagi umfram það sem nauðsynlegt er.“

(KolH: Hvað þýðir það?)

Þetta er verndunarstefna. Ég verð að segja, hæstv. forseti, vatnið er vatn, vatnið er frjálst. (Gripið fram í.) Íslendinga mun aldrei skorta vatn. Stærstu ferskvatnslindir þessarar þjóðar eru í eigu þjóðarinnar og hver sá maður sem vantar vatnsból getur krafið náunga sinn og nágranna áfram um vatn. (Forseti hringir.) Þess vegna hefur þessi umræða verið (Forseti hringir.) þjóðinni óskiljanleg sem hefur staðið hér dögum saman. (Gripið fram í: … þetta skiljanlegra?) (Gripið fram í.)