132. löggjafarþing — 88. fundur,  16. mars 2006.

Vatnalög.

268. mál
[16:12]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Að lokinni þessari atkvæðagreiðslu, sem fyrirsjáanlegt er hvernig fer, hefst nýr kapítuli í baráttunni um vatnið. Þeim kafla lýkur með alþingiskosningunum árið 2007. Þá verður kosið um hvort halda eigi áfram á leiðinni sem ríkisstjórnin hefur markað, að einkavæða allar auðlindir til lands og sjávar.

Þetta frumvarp lýtur að einni auðlind sérstaklega, og ekki hinni ómerkustu, vatninu. Með þessu frumvarpi er búið í haginn fyrir einkavæðingu á vatni. Baráttunni um vatnið er ekki lokið.