132. löggjafarþing — 88. fundur,  16. mars 2006.

Vatnalög.

268. mál
[16:24]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Vatn er félagsleg, menningarleg og vistfræðileg gæði og undirstaða alls lífs á jörðinni. Það á því ekki að vera verslunarvara. (Gripið fram í: … mannréttindi.) Vatn er mannréttindi sem okkur ber að virða og við erum aðilar að samþykktum Sameinuðu þjóðanna hvað það varðar. Hér er verið að leggja allt annað til. Hér er verið að undirbúa lagaumgjörð fyrir einkavæðingu á auðlindinni vatni. Þessu er ég andvígur.

Þegar hafa komið fram miklar brotalamir á þessari lagasmíð. Hér er verið að flytja málaflokka frá landbúnaðarráðuneytinu til iðnaðarráðuneytisins, hér er verið að skerða almannarétt til vatns til landbúnaðar. Þessu hefur verið mótmælt og þessu hefur hæstv. landbúnaðarráðherra líka mótmælt. (Forseti hringir.)

Frú forseti. (Forseti hringir.) Þessi lög koma vonandi aldrei til framkvæmda.