132. löggjafarþing — 88. fundur,  16. mars 2006.

Vatnalög.

268. mál
[16:25]
Hlusta

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Frú forseti. Hér er ríkisstjórnin eina ferðina enn, stjórnmálaflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, að gefa verðmæti náttúrunnar og það hefur verið sorglegt að fylgjast með þessari umræðu þegar hv. stjórnarþingmenn hafa ekki tekið þátt í henni, hæstv. iðnaðarráðherra, en koma hér í atkvæðaskýringar til að hjóla í þau rök sem við höfum haldið fram, stjórnarandstaðan. Þetta eru ömurleg vinnubrögð, hreint út sagt. Því vil ég segja, virðulegi forseti, (Gripið fram í.) að menn hafa gripið til ósanninda um það að stjórnarandstaðan hafi haldið því fram að hér eigi að þjóðnýta, eða eitthvað slíkt, einhver réttindi manna. Það er (Gripið fram í.) ósatt og, virðulegi forseti, ég hafna því að hér sé um að ræða formbreytingu vegna þess að á síðu 14 (Forseti hringir.) í greinargerðinni með frumvarpinu stendur að verið sé að breyta eðli þessara réttinda. (Gripið fram í.) Það er staðreynd og það er það sem stendur eftir þessa ríkisstjórn þegar þetta mál hefur farið hér í gegn. (Forseti hringir.)