132. löggjafarþing — 88. fundur,  16. mars 2006.

Uppboðsmarkaðir sjávarafla.

616. mál
[16:45]
Hlusta

Magnús Þór Hafsteinsson (Fl) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að við hljótum að krefjast þess að við fáum að sjá þennan fríverslunarsamning við Færeyinga og ég segi síðan enn og aftur að mér finnst það mjög undarlegt að menn skuli ekki hafa tekið tillit til EES-samningsins og EFTA-samningsins við gerð þessara laga í fyrra því þetta eru grundvallarsamningar, við erum að tala um grundvallaratriði.

Varðandi það að ég sé að gera hæstv. sjávarútvegsráðherra upp einhverjar annarlegar hvatir þá finnst mér alveg réttmætt að spyrja svona því það er einu sinni þannig að af þeim sitja á Alþingi í dag er hæstv. sjávarútvegsráðherra einn fremsti svikari við málstað. Þetta er maður sem margoft hefur svikið fyrirheit sín og loforð og það er alveg full ástæða til að gruna hann um græsku í hvert sinn sem hann kemur með ný frumvörp. Hæstv. ráðherra er ekki treystandi fyrir næsta húshorn. Það er bara þannig.