132. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2006.

Lax- og silungsveiði.

607. mál
[16:16]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það vakti athygli mína þegar ég fór að lesa þetta frumvarp að markmiðsgrein þess er með öðrum hætti en markmiðsgrein vatnalaganna sem samþykkt voru í vikunni sem leið.

Í markmiðsgrein þeirri sem hér er um að ræða er talað um að kveða á um eignarhald á veiðirétti í ferskvatni en ef þetta væri með sama hætti og í vatnalögunum væri markmiðsgreinin eitthvað á þessa leið: Markmið laga þessara er skýrt eignarhald á fiski í ferskvatni.

Nú spyr ég hæstv. ráðherra: Kom eitthvað slíkt til umræðu við undirbúning þessa frumvarps? Að það yrði kveðið skýrt á um eignarhald á fiski eða fiskstofnum í þessari fyrirhuguðu lagasetningu?