132. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2006.

Lax- og silungsveiði.

607. mál
[16:17]
Hlusta

landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Prýðileg spurning. Það hefur aldrei komið til umræðu við gerð þessara frumvarpa að fara að ræða um eignarhald á fiski. Hann er frjáls eins og vatnið. Hann syndir í vatninu. Sporðaköstin eru oft mögnuð og hann fer úr einni á í aðra.

Fyrst og fremst byggjast þessi lög á veiðirétti lögbýlanna, jarðanna, eins og hér hefur komið fram. Í meginatriðum er um að ræða, þó eigendur jarðanna eigi veiðiréttinn, dýrmæta auðlind í eigu þjóðar, auðlind sem skilar miklum tekjum, mikilli hamingju og ánægju, og það er mikilvægt að varðveita hana sem slíka.