132. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2006.

Lax- og silungsveiði.

607. mál
[16:24]
Hlusta

landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er rétt. Vel skal vanda það sem lengi skal standa. Við verðum bara að sjá hvernig tíminn verður. Ég bið hv. landbúnaðarnefnd og þingheim að skoða þessi mál mjög gaumgæfilega. Undirbúningsvinnan að þessum flóknu málum hefur tekið gríðarlegan tíma eins og ég gat um, allt frá 2001. Þetta er eitt af þeim stærri málum sem ég hef fengist við í mínu ráðuneyti og hefur tekið allan þennan tíma, og er nú loksins komið þessa vegferð hér inn.

Ég vildi að vísu að við hefðum getað klárað allt málið og niðurstaðan hefði verið skýrari um Fiskræktarsjóð þannig að það væri í heild sinni. En við skulum vona hið besta og ég treysti þingheimi vel til þess að sjá hvort í þessu eru einhverjar villur eða hvort eitthvað á að vera öðruvísi. En ég vona bara það besta, hv. þingmaður.