132. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2006.

Lax- og silungsveiði.

607. mál
[17:22]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Gunnar Örlygsson rakti hér skoðanir sínar í ágætlega rökstuddu máli og vitnaði m.a. í ágæta skýrslu eða greinargerð frá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands. Ég spyr: Skil ég hv. þingmann rétt að hann muni leggja fram skýra breytingartillögu við þetta lagafrumvarp í þeim tilgangi að banna algjörlega netaveiði í straumvatni? Ef svo er, mun hann þá jafnframt leggja fram breytingartillögu um að banna netaveiði eða banna silunganet í sjó í þeirri trú að þar taki landeigendur upp töluvert mikið magn af laxi þar sem þeir eru ekki með rétta möskvastærð?