132. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2006.

Lax- og silungsveiði.

607. mál
[17:24]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Þá er það komið skýrt fram frá talsmanni Sjálfstæðisflokksins í þessu máli að það mun koma fram breytingartillaga um bann við allri netaveiði laxfiska í straumvötnum.

Hv. þingmaður minntist á að bændur og landeigendur í Borgarfirði hótuðu að setja aftur niður net. Þá velti ég því fyrir mér: Halda þeir samningar sem þar hafa verið gerðir? Nú hefur hæstv. landbúnaðarráðherra og jafnvel fleiri frekar mælt með því að menn leiti sátta og er það alls ekki óeðlilegt. Ég velti fyrir mér: Er sú leið hreinlega fær? Ef það er rétt að menn séu að hóta, og fyrir liggur að þeir geta staðið við þær hótanir, er þá hægt að semja við landeigendur og netabændur um upptöku neta?