132. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2006.

Lax- og silungsveiði.

607. mál
[17:30]
Hlusta

Björgvin G. Sigurðsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta var hörkuræða hjá hv. þingmanni sem var og er vel heima í málinu. Hann flutti hana af miklum þrótti og miklum sannfæringarkrafti. Það leiðir hugann að því, þar sem töluvert skilur á milli hans og hæstv. landbúnaðarráðherra í málinu, hvernig hann meti framgang málsins innan 22 manna þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Verður samstaða þar um breytingartillöguna sem hv. þingmaður boðaði, um lög sem banna netaveiðar með öllu? Er þokkaleg sátt eða algjör um það í þingflokki sjálfstæðismanna?

Þá er náttúrlega útséð um það að málið, í þeirri mynd sem það liggur fyrir þinginu núna, er einfaldlega ekki það plagg sem mun ná fram að ganga. Ef það er meirihlutavilji í þingflokki sjálfstæðismanna að banna netaveiðarnar fortakslaust jafnvel, náist varanleg upptaka ekki, tekur málið á sig allt aðra mynd en leit út fyrir hér í morgun. (Forseti hringir.)