132. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2006.

Lax- og silungsveiði.

607. mál
[17:31]
Hlusta

Gunnar Örlygsson (S) (andsvar):

Ég þakka hv. þm. Björgvini G. Sigurðssyni spurningarnar. Málið var afgreitt af þingflokki sjálfstæðismanna með fyrirvara nokkurra þingmanna. Ég get ekki nefnt þeirra nöfn að svo stöddu en það mun koma fram í meðförum þingsins hverjir munu greiða atkvæði með þeirri breytingartillögu sem ég hyggst leggja fram.

Ég vil líka minna hv. þingmann á það að í Morgunblaðsviðtali á dögunum kom fram að hv. þm. Hjálmar Árnason, sem kemur úr Suðurkjördæmi og er þingflokksformaður framsóknarmanna, setur mikinn fyrirvara við 27. gr. frumvarpsins.