132. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2006.

Fiskrækt.

613. mál
[22:26]
Hlusta

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það hefði kannski verið eðlilegra að Framsóknarflokkurinn reyndi að greiða úr þessum vanda sínum og ágreiningi innan sinna eigin raða. Ég læt mér nú fátt finnast um það.

Hins vegar finnst mér ákaflega athyglisvert að hæstv. landbúnaðarráðherra lýsti því yfir rétt í þessu að hæstv. iðnaðarráðherra leggst gegn vilja hans í fiskræktarmálum vegna þess að hún gengur erinda stóriðjunnar í landinu. Hún ver stóriðjuna gegn því að greiða það til náttúrunnar í landinu sem henni ber. Mér er eiginlega orða vant, ég er svo undrandi að heyra þetta, og heyra þetta upplýst frá fyrstu hendi af ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Ég gerði mér enga grein fyrir því að svo langt væri hæstv. iðnaðarráðherra leidd að hún væri farin að taka upp baráttu gegn sínum eigin félögum í ríkisstjórninni til að verja stóriðjuna í landinu. Mér hefur ekki sýnst … (Forseti hringir.)