132. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2006.

Fiskrækt.

613. mál
[22:27]
Hlusta

landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef í engu getið um í hverju deilurnar í sjálfu sér liggja. Þar verður hver að svara fyrir sig, en sitt sýnist hverjum í þessu efni. Einum finnst kannski þetta of hátt gjald, annar vill kannski taka gjaldið annars staðar og síðan koma kannski deilur um það hvers vegna vatnsaflsvirkjanir greiða þetta gjald en ekki virkjanir sem nota háhitann. Því er auðvitað til að svara að þeir komust að raun um það, vísindamennirnir, á 18. öld að fiskur lifir ekki í háhitavatni þannig að þetta snýr auðvitað ekkert að því.

Ég lýsi því yfir að ég vona að niðurstaða náist í þetta mikla hagsmunamál sem fyrst og það liggi fyrir. Ég er þeirrar skoðunar að stóriðjan og orkuöflunin eigi að borga gjald til náttúrunnar. Það er ekki hátt gjald, í dag eru það 10 millj. á ári af (Forseti hringir.) 13–14 milljarða veltu sem Landsvirkjun greiðir til Fiskræktarsjóðs.