132. löggjafarþing — 91. fundur,  22. mars 2006.

Sjúkrahústengd heimaþjónusta fyrir aldraða.

484. mál
[13:32]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Við hreyfum hér mjög mikilvægu máli. Það sem ég átti við fyrr í umræðunni, um að svörin væru ekki skýr, var að það komu ekki fram neinar nákvæmar upplýsingar. Eins er í þessu máli. Ég tel að hér felist ákveðin tækifæri til að gera þessa þjónustu betri. Og hvort kerfin eru tvö, þrjú eða fjögur, aðalatriðið er að ná fram árangri fyrir aldraða í landinu og einnig fyrir skattborgarana, því að núverandi kerfi er einfaldlega ekki hagkvæmt fyrir þjóðina og virðist einnig vera óskilvirkt.