132. löggjafarþing — 91. fundur,  22. mars 2006.

Áfengisráðgjafar.

535. mál
[13:45]
Hlusta

Ísólfur Gylfi Pálmason (F):

Virðulegi forseti. Vert er að þakka þessa fyrirspurn og svar hæstv. ráðherra. Það er mjög merkilegt starf sem það fólk sem aðstoðar þá sem eiga við áfengis- og vímuvandamál að glíma innir af hendi og þess vegna er vert að velta því fyrir sér hvort löggilda eigi starfsheitið áfengisráðgjafi. Ég er þeirrar skoðunar að í sjálfu sér sé engin ástæða til þess. Þetta er fólk sem hefur gríðarlega reynslu, fólk sem hefur átt við slík vandamál að stríða, hefur farið á námskeið hjá t.d. SÁÁ, er að byggja sig upp og er í raun sífellt að bæta við sig. Ég tel því enga ástæðu til að löggilda þetta starfsheiti en ég ber hins vegar ákaflega mikla virðingu fyrir því fólki sem vinnur að þessum málaflokki.