132. löggjafarþing — 91. fundur,  22. mars 2006.

Eftirlit með staðsetningu sjúkraflugvéla.

544. mál
[14:02]
Hlusta

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Frú forseti. Ég ætla að taka undir með hæstv. ráðherra um mikilvægi þess að hafa flugvöll við aðalheilbrigðisþjónustuna í landinu. Það er lífsspursmál fyrir alla Íslendinga, sérstaklega náttúrlega þá sem búa úti á landi. Ég verð að segja að mér finnst vel farið með verðmætt landsvæði að hafa flugvöll í borg. Eftir því sem maður fer víðar sér maður betur hvað menn leggja mikla áherslu á að hafa flugþjónustu inni í borgum og ég tel að það sé ekkert öðruvísi með Reykjavík en aðrar stórar höfuðborgir. Ég tek sem sagt undir það með hæstv. ráðherra hve mikilvægt það er að geta flogið með sjúklinga hvaðanæva að af landinu alveg upp að þeirri bestu heilbrigðisþjónustu sem við eigum völ á.