132. löggjafarþing — 91. fundur,  22. mars 2006.

Álver og stórvirkjanir á Norðurlandi.

626. mál
[15:10]
Hlusta

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég get tekið undir með hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni varðandi þessi vinnubrögð. Mér finnst mjög undarlegt ef Gallup tekur það algjörlega upp hjá sjálfu sér að spyrja slíkra spurninga. Ég lýsi líka vonbrigðum mínum með að ekki hafi verið boðið upp á annan kost í atvinnumálum, en þrátt fyrir þennan samanburð á staðsetningu sem hæstv. ráðherra vitnaði hér til þá tel ég líklegt að hægt hefði verið að spyrja eða bjóða upp á aðra kosti þess utan.

Ég ætla að spyrja hæstv. ráðherra hvort hún hyggist beita sér fyrir því að gera skoðanakönnun á Norðurlandi um aðra atvinnukosti en álver.